Niðurstöður könnunar um matarsóun í skólum og fyrirkomulag kennslu um matarsóun og hringrásarhagkerfið

HÖFUNDAR: Ellen Dröfn Gunnarsdóttir og Gréta Jakobsdóttir.
Útgáfudagur: 22. mars 2025

1 Inngangur

Síðla árs 2021 var gaf Umhverfis- og auðlindaráðuneyti út aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Einn liður áætlunarinnar snýst um að bæta menntun um matarsóun og hringrásarhagkerfið. Í þeim tilgangi var send út spurningakönnun um framboð námsefnis og fyrirkomulag kennslu um hringrásarhagkerfið með áherslu á matarsóun á öllum skólastigum. Kennarar á öllum skólastigum ásamt kokkum og matráðum svöruðu könnun.

Könnunin er framkvæmd af Menntavísindastofnun og Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir Umhverfisstofnun og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið.

Höfundar: Ellen Dröfn Gunnarsdóttir og Gréta Jakobsdóttir.

2 Framkvæmd og upplýsingar um þátttakendur

Könnunin var send út 13. nóvember 2024 á alla skólastjórnendur í leik-, grunn og framhaldsskólum landsins. Stjórnendur áframsendu hlekk á könnun á kennara og kokka/matráða í sínum skólum. Alls bárust 638 svör. Kokkar/matráðar fengu aðrar spurningar en kennarar og stjórnendur, en þær spurningar snéru að matarsóun í þeirra skólum og spurningar til kennara snérust að mestu um kennslu og kennsluefni tengt matarsóun og hringrásarhagkerfinu.

Í kafla 4 í þessari skýrslu eru annars vegar svör kennara á mismunandi skólastigum borin saman og hins vegar svör kennara (á öllum skólastigum) og stjórnenda borin saman.

Leaf icon


2.1 Þátttakendur

Kennarar voru 71% þátttakenda (n=456), stjórnendur 19% (n=124) og matráðar/kokkar 9%(n=58).

2.2 Hvert er aðalstarf þitt við skólann?

Myndin sýnir hlutfall kennara, stjórnenda og matráða/kokka sem svöruðu könnun.


2.3 Á hvaða skólastigi kennir þú og hvað kennir þú?


2.4 Á hvaða stigi kennir þú í grunnskóla?

Þessari spurningu svöruðu eingöngu þeir sem starfa í grunnskóla.

Skólastig Fjöldi Hlutfall
Yngsta stigi 136 37%
Miðstigi 116 31%
Unglingastigi 118 32%


2.5 Á hvaða landssvæði er skólinn staðsettur?

Myndin sýnir dreifingu skóla um landið.


2.6 Hvað er margir nemendur í skólanum?

Myndin sýnir fjölda nemenda eftir skólastigum.



3 Svör frá matráðum/kokkum



Leaf icon



3.1 Meðhöndlun matar og matarskammtar


3.2 Matarafgangar og nýting


3.3 Samantekt: Kokkar og matráðar

Meðhöndlun mats og matarskammtar

  • 88% sögðu að matur væri að mestu eldaður frá grunni í skólum
  • 54% sögðu að nemendur skammti sér sjálfir öllum mat
  • 84% sögðu að fylgst er með magni af mat sem er hent

Matarafgangar og nýting

  • 78% sögðu að gerður er greinarmunur á því sem er hent af diskum nemenda og ósnertum afgöngum
  • 95% sögðu að afgangar eru nýttir á einhvern hátt
  • Almennt er reynt að draga úr matarsóun í skólum sem tóku þátt

Taka má fram að eingöngu svöruðu 6 matráðar/kokkar sem nýta sér stóreldhús og því endurspegla svörin mest sjónarmið matráða/kokka sem vinna í skólum þar sem matur er að mestu eldaður frá grunni.


4 Svör frá kennurum og stjórnendum í leik-, grunn- og framhaldsskólum

Leaf icon

4.1 Spurningar um matarsóun

4.1.1 Telur þú næga kennslu/fræðslu vera um matarsóun á þínu skólastigi í þínum skóla?


4.1.2 Hvernig væri hægt að bæta kennslu/fræðslu um matarsóun?


4.1.3 Hvar fer fram kennsla/fræðsla um matarsóun?


4.1.4 Hvernig fer fram kennsla um matarsóun?

Leaf icon

Opin spurning


Kennari á leikskólastigi:

„Börnunum er sýnt magnið sem við þurfum að henda. Við vigtum svo matarafgangana og gerum magnið sýnilegt fyrir börnin með því að nota kubba þar sem hver kubbur táknar ákveðið mörg grömm. Við erum líka mjög dugleg að ræða um þetta og t.d benda þeim á að betra sé að taka minna og frekar aftur.“

Kennari á grunnskólastigi:

„Umfjöllun í kennsku þegar það á við og ef álíka umræðuefni eru til skoðunar ásamt því að það er virk meðvitund um matarsóun í matsalnum og börnum kennt að umgangast mat af virðingu og hlusta á eigin þarfir. Á föstudögum er alltaf „bland“ á borði í matinn sem er máltíð sett saman úr því sem var í matinn fyrr í vikunni og eða afgangar af því sem var.“


4.1.5 Hvað af eftirtöldu er kennt um matarsóun?


4.1.6 Hvaða kennsluefni er nýtt í kennslu um matarsóun?

Þessi spurning var lögð fyrir kennara og stjórnendur í grunnskólum eingöngu.


4.1.7 Hvernig kennsluefni um matarsóun myndir þú vilja nota sem er ekki til staðar?


4.2 Samantekt um matarsóun

  • Rúmlega helmingur allra svarenda telja að það ætti að vera meiri fræðsla um matarsóun, þó lægra hlutfall leikskólakennara miðað við aðra
  • Flestir leikskólakennarar vilja bæta við meira kennsluefni um matarsóun
  • Grunnskólakennarar vilja fjölbreyttara kennsluefni
  • Framhaldsskólakennarar töluðu um að vilja auka þekkingu sína á efninu
  • Aðeins 20-30% grunn- og framhaldsskólakennarar segja að kennsla um matarsóun fari fram í heimilisfræði og í opnum svörum kom fram að kennsla fer fram í Grænfánaverkefnum, í matartímum (á leikskólum), í umsjónartímum, náttúru- og samfélagsfræði
  • Í leikskólum er börnum kennt um matarsóun með samtali og umræðum, þau fá að vigta afganga í mötuneyti og eru hvött til að klára matinn
  • Í grunnskólum eru börnin líka hvött til að hugsa vel um matarskammta, en kennsla um matarsóun fer líka fram í fyrirlestrum, verkefnavinnu og í matartímum



4.3 Spurningar um hringrásarhagkerfið

Leaf icon

4.3.1 Telur þú næga kennslu/fræðslu vera um hringrásarhagkerfið í þínum skóla á þínu skólastigi?


4.3.2 Hvernig væri hægt að bæta kennslu/fræðslu um hringrásarhagkerfið?


Kennari á framhaldsskólastigi:

Virðing er eitt af lykilorðum skólans. Hafa hana af leiðarljósi gagnvart umhvefinu

Kennari á leikskólastigi

Leikskólastigið er sennilega það skólastig sem að tekur mestan þátt í hringrásinni. Við sköpum úr verðlausum efnivið, við lögum leikföng og saumum dúkkuföt, ég kaupi bækur og spil á nytjamörkuðum og loppumörkuðum. Við starfsfólk komum með að heiman skapandi efnivið og eitthvað sem að við viljum losa okkur við eins og föt- erum með slá hérna sem að allir mega taka af. Tveir elstu árgangar búa til jólagjafir handa foreldrum úr skapandi endurnýttum efnivið.


4.3.3 Hvar fer fram kennsla um hringrásarhagkerfið?


4.3.4 Hvernig fer kennsla/fræðsla fram um hringrásarhagkerfið í þínum skóla á þínu skólastigi?

Opin spurning


Leikskólakennari

Leikskólinn okkar er Grænfánaskóli og nýtum við fjölbreytt verkefni þaðan eftir því sem hentar hverjum aldurshóp hjá okkur. Kennslan fer yfirleitt fram í samverustund þar sem börnin fá tækifæri til að læra um efnið, spyrja og svo eru unnin fjölbreytt verkefni út frá því líkt og teikningar, hugarkort og ljósmyndir.

Grunnskólakennari

Hringrásarhagkerfið kemur til umfjöllunar eins og á við hverju sinni í ýmsum námsgreinum og samtali. Allt frá því að gera nemendur meðvitaða um það hvað felst í því að panta sér mörg ódýr föt á netinu til að velja sér svo úr til að fara á árshátíðina eða hvernig við göngum vel um hlutina til að þeir endist eða nýtum allskonar efnivið (rusl) til listsköðunar.

Framhaldsskólakennari

Erum með fataslá þar sem setja má föt og taka.


4.3.5 Býður skólinn þinn upp á eitthvað að neðangreindu til að efla hringrásarhagkerfið?


4.3.6 Hvaða kennsluefni er nýtt í kennslu/fræðslu um hringrásarhagkerfið


4.4 Samantekt um hringrásarhagkerfið

  • Um 70% grunn- og framhaldsskólakennara sögðust telja vera þörf á meiri kennslu um hringrásarhagkerfið
  • Aðeins um 20% kennara á öllum stigum fannst vera næg kennsla um hringrásarhagkerfið
  • Flestir leikskólakennarar töldu að hægt væri að bæta kennslu um hringrásarhagkerfið með því að auka þekkingu sína á efninu, en grunnskólakennurum fannst mikilvægara að hafa fjölbreyttara kennsluefni á meðan framhaldsskólakennarar vildu mest bæta við kennsluefni. Ennfremur var nefnt að ræða við nemendur um neysluvenjur, fjölga kennslustundum um efnið og auka umræður meðal starfsfólks og nemenda.
  • Kennsla um hringrásarhagkerfið fer mest fram í raun- og samfélagsfræðigreinum í grunn- og framhaldsskóla en í samveru- og matmálstímum í leikskóla
  • Í grunn- og framhaldsskólum er notuð fræðsla, myndbönd, verkefni og námsbækur við kennslu á hringrásarhagkerfinu en í leikskólum er stundum umhverfisdúkkan Ella notuð en einnig leikur barna, samverustundir og almennt starf
  • Um 70% grunnskólakennarar og 60% framhaldsskólakennarar sögðu að til þess að efla hringrásarhagkerfið bjóði skólinn upp á bókasafn
  • Um 37% framhaldsskólakennara og 33% leikskólakennara sögðu að boðið er upp á skiptimarkaði í þeirra skólum, en færri í grunnskóla (16%)



5 Niðurstöður úr viðtölum

Leaf icon

Þrjú viðtöl voru tekin við kennara og stjórnanda til að dýpka þekkingu á kennslu um matarsóun og hringrásarhagkerfið. Viðmælendur voru: 1) Kennari í grunnskóla 2) Kennari í framhaldsskóla 3) Stjórnandi í grunnskóla

5.1 Kennari á unglingastigi

Námsefni frá MMS er fyrir of breiðan aldurshóp, hentar t.d. ekki fyrir unglinga. Jafnframt er námsefnið orðið of gamalt og t.d. tölulegra upplýsingar rangar og ekki í takt við okkar tíma. Heimsmarkmiðin eru ekki inni í námsefni, en kemur inn ef kennari þekkir til og hefur áhuga. Saman gegn sóun er gott til sín brúks en er ekki hannað sem kennsluefni. Það vantar nýrra efni um matarsóun þar sem þetta er svo fjölþætt vandmál og snýst ekki bara um að henda minna, heldur landnýtingu, orkunotkun í matvælaframleiðslu og sjálfbærni. Sama má segja um hringrásarhagkerfið, það er allt of lítið kennsluefni um hringrásarhagkerfið. List- og verkgreinakennarar reyna að nýta efni og afganga og gefa hlutum nýtt hlutverk, en gera má mun betur. Byrja þarf neðarlega í menntakerfinu þar sem unglingar eiga erfitt með að taka svona til sín. Grænfánaverkefnið þarf að vera viðmeira og fleiri skólar sem taka þátt í því. Umhverfisvitund þarf almennt að verða meiri í samfélaginu. Aðlaga þarf námsefni að umhverfisstefnu Íslands og uppfæra efni mun oftar. Auka þarf vægi heimilisfræðikennslu og tengja við umhverfisfræði, fjármálalæsi, nýtingu afganga og skipulagningu.

5.2 Kennari á framhaldsskólastigi

Það vantar kennslu og fræðslu til kennara. Því ofar sem farið er í menntakerfið því minna er fjallað um bæði matarsóun og hringrásarhagkerfið. Töluvert fjallað um þetta í leikskólum og þá í gegnum leik. Nauðsynlegt er að staðfæra og uppfæra efni. Það vantar grunninn að einstaklingar kunni að elda og skilji mat og þá í tengslum við matarlæsi, fæðulæsi, næringu og umhverfi, hvernig við notum hráefni og nýtum afganga. Breyta þarf viðhorfi til matar og hann á að vera ódýr og á tilboði. Auka þarf fræðslu um hringrásarhagkerfi í iðnnámi þar sem það er snertiflötur út í samfélagið, uppbyggingu og viðhald. Mikilvægt er að nýta heimilisfræðina vel og betur, hún er oft aukagrein sem mætir afgangi. Kenna þarf að elda, nýta afganga og geyma hráefni. Það vantar fjölbreytt kennsluefni, bækur og myndbönd. Skólar geta notað minni diska og ífærur, og gera afganga sýnilega til að nemendur og kennarar átti sig betur á málunum.

5.3 Stjórnandi í grunnskóla

Til þess að draga úr matarsóun eru nemendur hvattir til að koma með nesti í margnota umbúðum og fara með afganga heim svo forráðafólk geti fylgst með því sem barnið borðar og aðlagað. Börn koma með vatnsbrúsa að heiman. Hádegismatur er eldaður á staðnum og nemendur skammta sér sjálfir, nema 1. bekkur, en það verður byrjað á því núna á vorönn. Nemendur eru hvattir til að skammta sér hóflega og fá sér aftur ef þeir þurfa. Græn skref eru mæld. Mun minna af mat er hent eftir að nemendur fóru að skammta sér sjálfir. Kokkurinn er mjög meðvitaður um magn af mat sem þarf og nýtir afganga daginn eftir og það sem ekki er hægt að nýta fer í frískáp fyrir starfsfólk. Flétta þarf kennslu og umræðu um matarsóun og hringrásarhagkerfið inn í mörg fög og ræða út frá daglegu lífi, það þarf að vera rauður þráður í gegnum námið.

6 Tillögur að aðgerðum

✔️ Aðgerð

🧾 Hvernig

Hvers vegna


1) Fræðsla fyrir kennara

- Árlegur fræðsludagur fyrir kennara hjá Umhverfis- og orkustofnun þar sem farið er yfir málaflokkana, farið yfir efni sem þegar er til staðar og hugmyndir ræddar að leiðum til að kenna efnið á mismunandi skólastigum.
- Stutt námskeið á netinu fyrir kennara um hringrásarhagkerfið
- Stuðningsefni fyrir kennara: Rafrænt aðgengi að námsefni, kennsluaðferðum og dæmum um verkefni

Kennarar á öllum skólastigum töluðu um að vilja fá meiri fræðslu um efnið. Rafrænt fræðsluefni er einfaldara og ódýrara heldur en útgefið á pappír, auk þess er aðgengi að því betra.


2) Auka framboð af fjölbreyttara kennsluefni

- Þróunarstyrkur: Veita þróunarstyrk á nýju og skapandi kennsluefni fyrir mismunandi skólastig.
- Kennsluefni sem hægt er að samtvinna við ólíkar námsgreinar
- Leggja áherslu á gagnvirk og verkleg verkefni, sérstaklega fyrir yngsta aldurshópinn.

Kennarar töluðu um skort á kennsluefni og að kennsla um hringrásarhagkerfið sé oft samtvinnað öðrum fögum. Fjölbreyttara kennsluefni sem hægt er að samtvinna við mismunandi fög mætir þessum skorti og opnar nýjar leiðir til að samtvinna við fleiri fög eins og stærðfræði (t.d. útreikningar á sóun), íslensku (umræður, ritun) og list- og verkgreinar (endurnýting, sköpun)


3) Nýta betur fyrirliggjandi efni

- Miðlæg vefgátt/gagnabanki: Koma á fót miðlægri vefgátt þar sem allt viðurkennt og gagnlegt kennsluefni er aðgengilegt, flokkað eftir skólastigum og jafnvel námsgreinum. Umhverfis- og orkustofnun gæti haft umsjón með slíkri gátt.
- Kynningarherferð: Kynna fyrir skólastjórnendum og kennurum efni sem er í boði.

Gott að nýta vel fyrirliggjandi efni og gera skólastjórnendur og kennara meðvitaða um efni sem væri hægt að nota í kennslu nú þegar.


4) Fræðsla fyrir kokka/matráða

- Námskeið/vinnustofur: Bjóða upp á námskeið sem eru sérsniðin að þörfum starfsfólks í skólaeldhúsum til dæmis varðandi starfsvenjur við innkaup og geymslu matvæla, aðferðir til að hámarka nýtingu hráefna, mælingar og skráning á matarsóun til að greina magn matarsóunar.
- Hvatningakerfi: Koma á fót hvatningakerfi fyrir skólaeldhús sem ná árangri í að minnka matarsóun.

Kokkar og matráðar eru í lykilstöðu til að hafa bein áhrif á matarsóun. Aukin fræðsla til þessa hóps eykur vitund um matarsóun og leiðir til að draga úr henni.


5) Gera fræðslu aðgengilega og sjáanlega í skólum

- Mötuneytið sem kennslustofa: Nýta mötuneytið markvisst, t.d. setja upp veggspjöld með upplýsingum um matarsóun og minna nemendur á að passa upp á skammtastærðir.
- Nemendadrifin verkefni: Hvetja nemendur til að útbúa eigið kynningarefni (veggspjöld, stuttmyndir, fréttabréf) um matarsóun og hringrásarhagkerfið.

Einföld aðgerð og oft nefnd í opnum svörum í könnuninni. Kjörið tækifæri til að fá nemendur til að taka þátt í gerð fræðsluefnis.


6) Þverfagleg fræðsla

- Þverfagleg verkefni: Þróa þverfagleg verkefni eða þemavikur þar sem matarsóun og hringrásarhagkerfið eru skoðuð frá mörgum hliðum (t.d. í náttúrufræði, samfélagsfræði, stærðfræði, listgreinum).
- Raunveruleg verkefni: Tengja fræðsluna við raunverulegar aðstæður í skólanum eða nærsamfélaginu, t.d. með því að nemendur greini matarsóun í skólanum og leggi fram tillögur að úrbótum.

Margir kennarar sögðu kennslu um hringrásarhagkerfið og matarsóun fara fram í öðrum greinum eins og náttúrufræði, samfélagsfræði og umhverfisfræði (aðallega í framhaldsskólum). Með því að efla og formgera þessa þverfaglegu nálgun fá nemendur heildstæðari skilning á viðfangsefninu og hagnýtari lausnir til að takast á við það.